Skilmálar

Dexus ehf – Flétturima 31 – 112 Reykjavík

dexus@dexus.is

Dexus ehf áskilur sér rétt til að hætta við pantanir komi upp villa við verðlagningu eða lagerstöðu.  Einnig áskiljum við okkur rétt á að hætta með vöru eða breyta fyrirvaralaust.
Pantanir má staðfesta með tölvupóst eða símleiðis.

 

Verð og afhending vöru 

Verð í vefverslun innihalda 24% virðisaukaskatt. Sendingarkostnaður bætist við í greiðsluferli. Íslandspóstur sér um sendingar.

Afhending

Pantanir á dexus.is eru sendar næsta virka dag. Komi fyrir að vara sé uppseld munum við hafa samband og tilkynna áætlaðan afhendingartíma. Um allar sendingar sem dreifast af Íslandspósti gilda flutnings-, ábyrgðar og afhendingarskilmálar Íslandspósts. Dexus ehf ber ekki ábyrgð á skemmdum eða týndum vörum eftir að þær eru komnar í ferli hjá sendanda. Vara sem týnist í pósti eða verður fyrir skemmdum er á ábyrgð kaupanda.

Vöruskil

Dexus bíður uppá fulla endurgreiðslu ef Tru-Releaf kremið er ekki að virka á þig. Hins vegar þarft þú að fara eftir okkar leiðbeiningum en ef kremið er ekki að virka þá að þá endurgreiðum við þér kremið að fullu (Endurgreiðslan nær ekki yfir póstsendingar kostnaðin).

Réttur til vöruskila er 14 dagar frá kaupum. Nauðsynlegt er að framvísa dagsettum sölureikningi. Eins þarf varan að vera ónotuð í óaðfinnanlegu ásigkomulagi og í óskemmdum umbúðum. Vöru með rofið innsigli er ekki hægt að skila né skipta. Við skil skal miðast við verð við sölu nema um útsöluvöru sé að ræða, þá gildir verð á skiladegi.

Gölluð vara

Ef vara er gölluð bjóðum við upp á að henni sé skipt út fyrir nýja. Einnig greiðum við allan kostnað við flutning.  Einnig er hægt að fara fram á að vara sé endurgreidd. Vísað er til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Öryggisskilmálar 

Dexus ehf heitir fullum trúnaði um allar upplýsingar sem gefnar eru upp í viðskiptum. Engar upplýsingar eru afhentar þriðja aðila.

Lög og varnarþing

Samningur þessi er í samræmi við Íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Íslenskum dómstólum.