Ummæli

Hvað segja okkar viðskiptavinir

Ég er búin að nota Tru- releaf núna síðan í okt 2022, þetta virkar . Er með gigt og nota kremið á bólgusvæði og hendur. Í fyrstu var þetta það fyrsta sem ég gerði á morgnana og síðasta sem ég gerði á kvöldin en í dag er ég að nota þetta eftir þörfum, kremið hjálpar mér að ná hreyfigetu fyrr en áður og núna prjóna ég eins og ekkert sé . Er hætt að nota bólgueyðandi lyf eins og ég gerði áður en ég kynntist þessu kremi.
Ég mæli 100% með þessu verkjakremi .
Tru-Releaf slær það vel niður verkina mína.
Ég mæli með þessu kremi 100% fyrir þá sem eru verkjapésar eins og ég
Freyja Rós Ásdísardóttir

Mér langar að mæla með Tru-releaf kreminu hjá ykkur. Ég greindist með ólæknandi verkja taugasjúkdóm sem heitir crps. Hef verið það heppinn undanfarin ár að þetta hefur verið staðbundið en fyrir ca ári síðan fór þetta að dreifa sér meira um líkamann á mér. Ég átti erfitt með að lyfta kaffi bolla því verkir í öxlum og olboga voru svo miklir. Svaf lítið sem ekkert fyrir hinum ýmsu verkjum. Í dag ber ég þetta krem á axlir,olboga,mjaðmir,bak og hné og það er lýgini líkast að eitt krem geti haft svona áhrif. Kaffi bollinn rennur ljúft niður og næ ég svefn allar nætur. þetta krem má aldrei vanta hjá mér í dag. þakklætis kveðjur: Trausti
Trausti S Friðriksson

Ég hef verið að nota Tru Releaf með góðum árangri. Sem frjálsíþróttakona og langstökkvari er mikið álag á fætur og sérstaklega annan fótinn. Ég hef notað kremið á ristarsvæði, ökkla, kálfa og hné eða bara þar sem ég finn fyrir verkjum eða vöðvaþreytu hverju sinni. Ég finn mikinn mun á verkjum í fótum og virkar kremið líka á fótapirring sem ég var oft með á kvöldin. Ég nota kremið bæði fyrir og eftir æfingar eða á kvöldin fyrir svefn.
Ég lofa, þetta krem er ómissandi í íþróttatöskuna eða snyrtiveskið!
Hafdís Sigurðardóttir
Íslandsmethafi í langstökki
Hafdís Sigurðardóttir

Èg hafði svona matulega trû à þessu þar sem èg hef àður profað olìu við liðagigt sem èg er með. Èg hef ekki getað krept hnefana nema með miklum verkjum ì liðina nûna ì nokkur àr. Seiðingur sem einnig hefur verið fram ì fingurgóma. Þetta allt er farið. Èg get nû unnið við tőlvuna àn þess að vera með þvìliku verkina ì fingrunum og besta er. Èg hef ekki tekið inn Cloxabix sìðan èg byrjaði að nota Tru-Releaf kremið. 10 af 10 mőgulegum frà mèr.

Valur S Þórðarson

Kerfisfræðingur

Þorbjörg heiti ég og vil deila með ykkur mína reynslu á Tru-Releaf. Fyrir 3 árum lendi ég í slysi sem verður til þess að það má ekkert koma við hnakkan á mér. Að fara að sofa var mikill kvíði þar sem þristingurinn var mikill á hnakkanum. Ég þurfti að taka mikið af verkjalyfjum yfir daginn og enn meira fyrir svefn til að geta sofnað. Ég var alltaf mjög ósátt hvað ég þurfti mikið af lyfjum til að meika daginn. En þegar ég prufaði Tru-Releaf varð mikil breyting þar sem verkjalyfjunum minnkuðu til muna því kremið vann og vinnur vel á verkina. Fyrir svefn þarf ég engin verkjalyf bara þetta undrakrem.
Tru-Releaf slær það vel niður verkina mína.
Ég mæli með þessu kremi 100% fyrir þá sem eru verkjapésar eins og ég

Þorbjörg Svana Gunnarsdóttir

Mér var bent á Tru-Releaf kremið af vini, og var ég nokkuð efins að það virkaði fram yfir önnur krem.

En ég hef verið að þjást af miklum hnjáverkjum undanfarið ár, mikil notkun af voltaren Rapid ,2-3 á dag og panodil eins og smartis veitti mér einhverja hjálp en eftir að ég fór að nota þetta krem reglulega, þá tek ég bara voltaren annað slagið. Og panodilið er komið í skúffuna.

Finn áberandi batamerki hæg en samt áberandi , er minna haltur og finnst þetta allt að koma. , tel ég að Tru-Releaf eigi stórann þátt í því … Takk. fyrir þetta krem.
Víðir Már Hermannsson

Vélstjóri

Í byrjun þegar ég heyrði um TruReleaf var ég ekki alveg viss með það, þar sem það eru til allskonar krem sem eiga að laga hina og þessa verki en virka síðan ekkert. Eftir að hafa prufað TruReleaf í nokkrar vikur þá get ég ekki annað en 100% mælt með því. Ég nota þetta við höfuðverkjum og vöðvabólgu

Nanna Amelía Baldursdóttir

Ég æfi þríþraut svo ég stunda mjög mikla hreyfingu og er búin að vera með álagsmeiðsli í mjöðmum núna frekar lengi..byrjaði að nota kremið fyrir æfingar og á kvöldin þegar ég var slæm og hefur aldrei liðið betur í mjöðmunum😀 gæti ekki mælt meira með þessu kremi fyrir íþróttafólk með meiðsli

Anna Kolbrá Friðriksdóttir

Fjöldi allra ummæla má einnig sjá á bæði Facebook síðu okkar og á Instagram
síðu Dexus.