Ummæli

Hvað segja okkar viðskiptavinir

Ég fór í liðskiptaaðgerð á hné haust ´23. Þar sem ég má ekki taka bólgueyðandi lyf var mjög flókið að vinna á bólgum og löng leið framundan.Tók til að byrja með mikið af verkjalyfjum, þau fóru illa í mig. Var bent á Thru-releaf kremið og hugsaði: Sakar ekki að prófa. Og þvílíkur munur. Bólgur minnkuðu á öðrum degi, ég fór að geta hreyft mig mikið meira. Allt önnur lífsgæði.
Í dag nota ég kremið á hverjum degi og næ að halda bólgum að mestu niðri. Mæli 100 % með þessu kremi.
Anna Guðný Egilsdóttir

Hef verið að nota True Releaf í nokkra mánuði á hin ýmsu stoðkerfis vandamál sem hafa verið að hrjá mig í gegnum árin. Mæli svo 100% með þessu kremi.
Ingunn Ósk Svavarsdóttir

Þetta er svo mögnuð vara. Ég er að kljást við brjósklos í hálsi og fæ mikla tauga verki niður í handlegg og verki í hálsi og herðum út frá því. Ég ber truReleaf á hálsinn og er orðin nánast verkja laus stuttu seinna. Ber svo á mig alla morgna og næ að halda verkjunum nánast allveg niðri með því.
Svo hefur sonur minn verið að kljást við mikin fótapirring og verki í fótleggjum, ég prufaði að bera á fæturna á honum fyrir svefninn og viti menn. Drengurinn svaf einsog steinn og leið miklu betur.
Get bara ekki mælt meira með þessu kremi.
Inga Rut

Þegar sterakrem virkuðu ekki á exem prufaði ég þetta og liðu ekki margar mínútur þar til kláðinn fór
mæli eindregið með
Eyþór Örn Gunnarsson

Ég keypti Tru-Releaf fyrir son minn sem er allur í exemi og međ mikiđ kláđa. Hann bar þetta á sig og þvílíkur munur. Allur kláđi farinn og rođa blettirnir líka. Mæli međ þessu
Jon David

Ég hef verið að prófa Tru-Releaf núna í ákveðinn tíma með góðum árangri ég er með mikil stoðkerfis vandamál eftir vinnuslys og þróað með mér vefjagigt. ég prófaði kremið á ákveðinn svæði í nokkra daga í senn og verkirnir minnkuðu og voru ekki jafn slæmir ég vinn þannig vinnu að ég er mikið á ferðinni um landið og langar setur eða kyrrstöður fara illa í mig en ég notaði kremið og var mun betri eftir langt ferðalag ég get mælt 100% með Tru-Releaf.
Óttar Freyr Lárusson

við ákváðum að prufa Tru Releaf kremið við þrálátum verkjum í hálsi herðum, baki og fótum og bárum þetta á okkur 2 til 3 svar sinnum í byrjun eins og ráðlagt var á svæðin og ekki spara þetta til að byrja með. og þetta gerir manni virkilega gott og gamla brosið er að koma aftur og betri líðan. okkur líkar þetta mjög vel og mælum með þessu kær kveðja Helgi og frú
Helgi Óskarsson

Var svo heppinn að prufa Tru-Releaf kremið og er hæst ánægð með og fenginn að vera laus við mikla verki. Einnig prufaði maðurinn minn það hann er með slit neðst i mjóbakinu og hefur borið kemið á sig og varð verkjalaus á örskotstundu. Hann svaf líka vel og vaknaði úthvíldur og verkjalaus.
Mæli hiklaust með þessu kremi.
Takkk æðislega fyrir að kynna mer fyrir þessu geggjaða kremi
Kveðja
Sylvía Rós
Aðalheiður G. Hauksdóttir

Ég var forvitin á að prufa kremið og skráði mig í það en var búin að gefa það á bátinn því eg heyrði ekki strax frá þeim. En svo var haft samband við mig og eg fékk krem. Fór í vikufrí og mikil keyrsla út um allt en maður lifandi hvað kremið bjargaði mer eg ætlaði varla að trúa því en eg mæli sko 100% með því og það sem meira er að dóttir mín sem var að drepast í bakinu prufaði það og það virkaði svo vel á hana að hún bað mig um að panta meira svo takk fyrir okkur og eg er sko búin að panta fyrir okkur meira krem.
Takkk æðislega fyrir að kynna mer fyrir þessu geggjaða kremi
Kveðja
Sylvía Rós
Sylvía Rós Helgadóttir

Ég hef verið að nota Tru-Releaf í nokkurn tíma og er mjög ánægð.
Er margfaldur Íslandsmeistari í dansi og er mikið á hreyfingu en eftir bílslys og skíðaslys hef ég verið að uppskera mikla verki og er með 2 brjósklos sem plaga mig mikið. Eftir að hafa notað kremið hafa verkirnir minnkað til muna og ég nota það mikið. Ég hef líka prufað það á stelpunum mínum og sérstaklega fimleikastelpunni minni og hún elskar það. Mæli með því fyrir alla sem hafa einhverja verki alveg sama hvaða þá VIRKAR ÞETTA
Anna Björk Bergmann Jónsdóttir

Ég fékk að prófa kremið og get algjörlega mælt með því,er að glíma við Vefjagigt og fleira og ég fann mikinn mun á mér eftir notkunina.
Virkilega flott og góð vara sem hægt er að mæla með
Rúnar Ásþór Ólafsson

Ég er búin að nota Tru- releaf núna síðan í okt 2022, þetta virkar . Er með gigt og nota kremið á bólgusvæði og hendur. Í fyrstu var þetta það fyrsta sem ég gerði á morgnana og síðasta sem ég gerði á kvöldin en í dag er ég að nota þetta eftir þörfum, kremið hjálpar mér að ná hreyfigetu fyrr en áður og núna prjóna ég eins og ekkert sé . Er hætt að nota bólgueyðandi lyf eins og ég gerði áður en ég kynntist þessu kremi.
Ég mæli 100% með þessu verkjakremi .
Tru-Releaf slær það vel niður verkina mína.
Ég mæli með þessu kremi 100% fyrir þá sem eru verkjapésar eins og ég
Freyja Rós Ásdísardóttir

Mér langar að mæla með Tru-releaf kreminu hjá ykkur. Ég greindist með ólæknandi verkja taugasjúkdóm sem heitir crps. Hef verið það heppinn undanfarin ár að þetta hefur verið staðbundið en fyrir ca ári síðan fór þetta að dreifa sér meira um líkamann á mér. Ég átti erfitt með að lyfta kaffi bolla því verkir í öxlum og olboga voru svo miklir. Svaf lítið sem ekkert fyrir hinum ýmsu verkjum. Í dag ber ég þetta krem á axlir,olboga,mjaðmir,bak og hné og það er lýgini líkast að eitt krem geti haft svona áhrif. Kaffi bollinn rennur ljúft niður og næ ég svefn allar nætur. þetta krem má aldrei vanta hjá mér í dag. þakklætis kveðjur: Trausti
Trausti S Friðriksson

Ég hef verið að nota Tru Releaf með góðum árangri. Sem frjálsíþróttakona og langstökkvari er mikið álag á fætur og sérstaklega annan fótinn. Ég hef notað kremið á ristarsvæði, ökkla, kálfa og hné eða bara þar sem ég finn fyrir verkjum eða vöðvaþreytu hverju sinni. Ég finn mikinn mun á verkjum í fótum og virkar kremið líka á fótapirring sem ég var oft með á kvöldin. Ég nota kremið bæði fyrir og eftir æfingar eða á kvöldin fyrir svefn.
Ég lofa, þetta krem er ómissandi í íþróttatöskuna eða snyrtiveskið!
Hafdís Sigurðardóttir
Íslandsmethafi í langstökki
Hafdís Sigurðardóttir

Èg hafði svona matulega trû à þessu þar sem èg hef àður profað olìu við liðagigt sem èg er með. Èg hef ekki getað krept hnefana nema með miklum verkjum ì liðina nûna ì nokkur àr. Seiðingur sem einnig hefur verið fram ì fingurgóma. Þetta allt er farið. Èg get nû unnið við tőlvuna àn þess að vera með þvìliku verkina ì fingrunum og besta er. Èg hef ekki tekið inn Cloxabix sìðan èg byrjaði að nota Tru-Releaf kremið. 10 af 10 mőgulegum frà mèr.

Valur S Þórðarson

Kerfisfræðingur

Þorbjörg heiti ég og vil deila með ykkur mína reynslu á Tru-Releaf. Fyrir 3 árum lendi ég í slysi sem verður til þess að það má ekkert koma við hnakkan á mér. Að fara að sofa var mikill kvíði þar sem þristingurinn var mikill á hnakkanum. Ég þurfti að taka mikið af verkjalyfjum yfir daginn og enn meira fyrir svefn til að geta sofnað. Ég var alltaf mjög ósátt hvað ég þurfti mikið af lyfjum til að meika daginn. En þegar ég prufaði Tru-Releaf varð mikil breyting þar sem verkjalyfjunum minnkuðu til muna því kremið vann og vinnur vel á verkina. Fyrir svefn þarf ég engin verkjalyf bara þetta undrakrem.
Tru-Releaf slær það vel niður verkina mína.
Ég mæli með þessu kremi 100% fyrir þá sem eru verkjapésar eins og ég

Þorbjörg Svana Gunnarsdóttir

Mér var bent á Tru-Releaf kremið af vini, og var ég nokkuð efins að það virkaði fram yfir önnur krem.

En ég hef verið að þjást af miklum hnjáverkjum undanfarið ár, mikil notkun af voltaren Rapid ,2-3 á dag og panodil eins og smartis veitti mér einhverja hjálp en eftir að ég fór að nota þetta krem reglulega, þá tek ég bara voltaren annað slagið. Og panodilið er komið í skúffuna.

Finn áberandi batamerki hæg en samt áberandi , er minna haltur og finnst þetta allt að koma. , tel ég að Tru-Releaf eigi stórann þátt í því … Takk. fyrir þetta krem.
Víðir Már Hermannsson

Vélstjóri

Í byrjun þegar ég heyrði um TruReleaf var ég ekki alveg viss með það, þar sem það eru til allskonar krem sem eiga að laga hina og þessa verki en virka síðan ekkert. Eftir að hafa prufað TruReleaf í nokkrar vikur þá get ég ekki annað en 100% mælt með því. Ég nota þetta við höfuðverkjum og vöðvabólgu

Nanna Amelía Baldursdóttir

Ég æfi þríþraut svo ég stunda mjög mikla hreyfingu og er búin að vera með álagsmeiðsli í mjöðmum núna frekar lengi..byrjaði að nota kremið fyrir æfingar og á kvöldin þegar ég var slæm og hefur aldrei liðið betur í mjöðmunum😀 gæti ekki mælt meira með þessu kremi fyrir íþróttafólk með meiðsli

Anna Kolbrá Friðriksdóttir

Fjöldi allra ummæla má einnig sjá á bæði Facebook síðu okkar og á Instagram
síðu Dexus.